Hafðu Samband: info@thelobsterhouse.is

Humarhúsið

Hús sem á sér sögu - bjargað af hippunum

Humarhúsið var reist árið 1838 af Stefáni Gunnlaugsyni, land- og bæjarfógeta. Húsið er staðsett á Bernhöftstorfu í miðbæ Reykjavíkur, og hýsti húsið fræg íslensk skáld eins og Hannes Hafstein og Stefán Thorarensen.

Um 1970 voru hús á Bernhöftstorfu rýmd, enda  þá ráðgert að þau yrðu rifin og þar reist stjórnarráðshús. Áður en þetta gerðist var hins vegar hafin barátta fyrir varðveislu húsanna. Hún stóð yfir um áratug, en á meðan níddust húsin niður og hluti þeirra varð eldi að bráð. Í þessu húsi kom upp eldur þrisvar á tímabilinu. 

Þessari baráttu lauk þó með sigri varðveislumanna, því seinast á árinu 1979 leigði ríkið Torfusamtökunum húsin gegna endurbygginguog með varðveislumarkmiði. Þar í framhaldi var Amtmannsstígur 1 framleigður og endurreisn hafi. Árangur af því starfi blasir við gestum, sem hingað koma.